Velferðarkerfi og opin landamæri fara ekki saman. Þetta kom fram í máli Kristrúnar Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar, í hlaðvarpinu Ein pæling í febrúar 2024. Sagði hún að í grundvallaratriðum snerist jafnaðarmannastefnan um það að fólk greiddi skatta og að í landinu væri fyrir hendi samtygging og samfélagslegt traust.
„Auðvitað byggir það á því að þú sért með landamæri. Eðli málsins samkvæmt. Ef þú ætlar að reka velferðarsamfélag þá þarftu að vera með lokað kerfi að því leytinu til,“ sagði Kristrún þannig og bætti við: „Það þýðir ekki að þú sért ekki með svigrúm til að taka á móti fólki en þú verður að gera það eftir ákveðnu kerfi. Og eins og ég segi, við hljótum, sem jafnaðarmannaflokkur, að vilja halda í ákveðin gildi í okkar samfélagi.“ Lítið var um fordæmingu á þeim orðum.
Formaður Miðflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, lét sömu orð falla í ræðu sinni á landsþingi flokksins um síðustu helgi. „Öflugt velferðarkerfi og opin eða lek landamæri eru ósamrýmanleg,“ sagði formaðurinn. Ekki hefur hins vegar skort á fordæmingu á þeim frá vinstri. Kristrún má sem sagt segja þetta en ekki Sigmundur.
Hjörtur J. Guðmundsson
sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur
(Ljósmynd: Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra ásamt Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra, Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, og Eric Bowen, sjóliðsforingi í bandaríska sjóhernum. Eigandi: Bandaríski sjóherinn)
