Talsverða athygli vakti fyrr í mánuðinum þegar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lýsti því yfir í pistli í Morgunblaðinu að komið væri að nauðsynlegum kynslóðaskiptum í flokknum. Kom pistillinn i kjölfar þess að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, tilkynnti að hann ætlaði ekki að gefa áfram kost á sér á landsfundi flokksins. Erfitt var að skilja ummæli Áslaugar á annan hátt en að Bjarni væri orðinn of gamall fyrir stjórnmálin.
Hins vegar vaknar þá eðlilega sú spurning hverjir fleiri séu orðnir of gamlir á þennan mælikvarða Áslaugar í stjórnmálastarfi Sjálfstæðisflokksins? Til að mynda eru langflestir þingmenn flokksins annað hvort nær Bjarna í aldri en Áslaugu eða eldri en hann. Meðalaldur þingmanna Sjálfstæðisflokksins er rétt tæp 50 ár en Bjarni er 55 ára. Það sem mestu skiptir í þessum efnum eru þó ekki atriði eins og aldur og kyn heldur einstaklingarnir og hvað þeir hafa fram að færa.
Hjörtur J. Guðmundsson
sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur
(Ljósmynd: Merki Sjálfstæðisflokksins. Eigandi: Hjörtur J. Guðmundsson)
