Vefsíðunni Stjórnmálin.is er ætlað að vera vettvangur þar sem sjónum er einkum beint að stjórnmálum á Íslandi og erlendis. Efnistökin á síðunni, sem er í eðli sinu svonefnd bloggsíða, taka fyrst og fremst mið af því hvað eiganda hennar kann að þykja áhugavert hverju sinni í þeim efnum. Hugmyndin er að setja allajafna inn nýtt efni daglega, einn eða fleiri pistla.

Vefsíðan er í eigu Hjartar J. Guðmundssonar, sagnfræðings og alþjóðastjórnmálafræðings (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).

Hjörtur starfaði í áratug sem blaðamaður á Morgunblaðinu og mbl.is (2010-2020) þar sem hann fjallaði ekki sízt um stjórnmál, utanríkis- og varnarmál. Hann hefur einnig starfað sem sérfræðingur í samskiptum og almannatengslum og sömuleiðis ritað skýrslur um stjórnmál og alþjóðamál fyrir innlenda og erlenda aðila. Þá hefur hann um árabil verið ráðherrum og þingmönnum, bæði innanlands og erlendis, til ráðgjafar í þeim efnum og sinnt trúnaðarstörfum á vettvangi Sjálfstæðisflokksins.

Hjörtur hefur enn fremur flutt fjölmarga fyrirlestra um utanríkismál og öryggis- og varnarmál bæði hér heima og á erlendri grundu. Til að mynda á fundum og ráðstefnum í Bretlandi, Frakklandi, Belgíu, Danmörku og Noregi. Þar á meðal í húsakynnum þings Evrópusambandsins bæði í Strasbourg og Brussel.

Vefsíðan hóf göngu sína á fullveldisdaginn 1. desember 2024.

Rétt er að geta þess að vefsíðan er enn í talsverðri þróun.

© 2025 Hjörtur J. Guðmundsson. Allur réttur áskilinn.